Málstofur framtíðarnefndar

Frumkvæðismál (2311135)
Framtíðarnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
06.02.2024 6. fundur framtíðarnefndar Málstofur framtíðarnefndar
Ákveðið var að halda næstu málstofu framtíðarnefndar þann 16. febrúar kl.10:30-11:30. Umræðuefni málstofunnar verður alþjóðleg staða stefnumótunar um gervigreind.
Lára Herborg Ólafsdóttir, lögmaður hjá LEX mun fjalla um gervigreindartilskipun ESB með áherslu á grundvallarréttindi einstaklinga, mannlega aðkomu og gagnsæi.
Jamie Berryhill, verkefnastjóri og gervigreindarsérfræðingur hjá OECD mun fjalla um stefnu OECD í þessum málaflokki. Jamie hefur mikla þekkingu á alþjóðlegri stefnumótun um gervigreind en hann leiddi stefnu stjórnvalda í Bandaríkjunum í stafrænni þróun.
16.01.2024 5. fundur framtíðarnefndar Málstofur framtíðarnefndar
Formaður greindi frá því að verið væri að vinna að hugmyndum fyrir málstofur framtíðarnefndar sem fram fara á árinu. Nefndarmenn lýstu yfir ánægju með fyrstu málstofu framtíðarnefndar sem fram fór 1. desember 2023.
21.11.2023 Fundur framtíðarnefndar Málstofur framtíðarnefndar